Erlendar eignir sjóðanna aukast enn

Fyrr á þessu ári urðu erlendar eignir sjóðanna meira en ...
Fyrr á þessu ári urðu erlendar eignir sjóðanna meira en 1.000 milljarðar. AFP

Erlendar eignir lífeyrissjóðanna héldu áfram að aukast í október síðastliðnum og námu þá 1.140 milljörðum króna. Jukust eignirnar um 36 milljarða króna frá septembermánuði. Eignirnar hafa aukist í hverjum mánuði frá því í mars síðastliðnum. Frá áramótum hafa erlendar eignir sjóðanna aukist um 196 milljarða króna.

Langstærstur hluti eigna sjóðanna erlendis er bundinn í hlutdeildarskírteinum í fjárfestingarsjóðum. Nema þær 957,2 milljörðum króna um þessar mundir. Þá er erlend hlutabréfaeign tæpir 119 milljarðar króna.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir