5,7 milljarða gjaldþrot félags Ármanns

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Sin­ger & …
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Sin­ger & Friedland­er í Bretlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldþrot fjárfestingafélagsins Ármanns Þorvaldssonar ehf., sem var í eigu Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaupþings Sin­ger & Friedland­er í Bretlandi frá 2005 til árs­ins 2008 og núverandi forstjóri Kviku banka, nam samtals 5,72 milljörðum. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Lýstar kröfur námu 5.726.775.809 krónum, en 152,6 milljónir fengust upp í almennar kröfur. 

Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2009 var eigið fé þess neikvætt um 5,35 milljarða eftir að tap þess árs var 640 milljónir og árið 2008 var tapið 4,7 milljarðar. Helstu eignir þess voru 3,7 milljónir eignahluta í Kaupþingi banka hf., en miðað við tölur úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis átti félagið um 0,5% hlut í bankanum.

Hafði Ármann flutt eignarhlut sinn í bankanum af eigin nafni yfir á einkahlutafélagið árið 2007.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 og lauk skiptum í maí árið 2015, en gjaldþrotið var þó ekki auglýst í Lögbirtingablaðinu fyrr en nú í dag. Staðfesti Inga Björg Hjaltadóttir, skiptastjóri búsins, við mbl.is að skiptin hefðu klárast fyrir löngu síðan, en gleymst hafi að auglýsa skiptin. Það hafi komið í ljós nú fyrir skömmu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK