Tjá sig ekki um framtíð ofbeldismanns

Frá athafnasvæði Eimskips.
Frá athafnasvæði Eimskips. mbl.is/Árni Sæberg

Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, segir að yfirstjórn félagsins skoði það í hverju tilfelli fyrir sig ef starfsmenn félagsins hljóti dóm fyrir brot á hegningarlögum. 

Greint var frá því í DV í dag að Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, hefði hlotið tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni og brot á barnaverndarlögum.

Spurður hvort dómur Ólafs hefði áhrif á störf hans hjá fyrirtækinu eða hvort staða hans væri til skoðunar sagðist Bragi ekki vilja tjá sig um málefni einstakra starfsmanna og ítrekaði að yfirstjórn Eimskips skoði hvert tilfelli fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir