Ford dregur saman seglin

AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar á starfsemi fyrirtækisins í Evrópu, þar á meðal uppsagnir. Aðgerðunum er ætlað að auka hagnað fyrirtækisins.

Ford upplýsir ekki hversu mörgum verði sagt upp en samkvæmt frétt BBC er um þúsundir starfa að ræða.

Aðstoðarforstjóri Ford, Steven Armstrong, sem stýrir starfsemi Ford í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, segir að um breytingar á uppbyggingu Ford í Evrópu sé að ræða sem miði að því að draga úr kostnaði af rekstri. Það þýði að starfsmönnum verði fækkað á öllum sviðum starfseminnar. Bæði föstum starfsmönnum sem og lausráðnum. Til að mynda verður lítilli verksmiðju lokað í Bordeaux í Frakklandi. 

Í Þýskalandi verður tveimur verksmiðjum lokað og eins ætlar Ford að endurskoða starfsemi sína í Rússlandi. Í Bretlandi verða höfuðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu sameinaðar annarri skrifstofu þar í landi. Alls starfa 53 þúsund manns hjá Ford í Evrópu en það er um fjórðungur alls starfsfólks Ford í heiminum. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir