Lækka hagvaxtarspá vegna Brexit

Frá London.
Frá London. AFP

Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir yfirstandandi ár úr 1,7% í 1,2% vegna minnkandi eftirspurnar og óvissunnar í tengslum við Brexit. 50 dagar eru þangað til Bretar yfirgefa Evrópusambandið.

Bankinn segir að óvissan hafi áhrif á allan efnahag landsins en ekki liggur ljóst fyrir hvort Bretar yfirgefa sambandið án samnings. Englandsbanki tilkynnti í dag um að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir, 0,75%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK