Tjá sig ekki fyrr en Boeing talar

Boeing 737 MAX 8 þota í eigu Icelandair.
Boeing 737 MAX 8 þota í eigu Icelandair.

Icelandair mun ekki tjá sig um möguleg viðbrögð við stöðunni sem upp er komin varðandi leiðakerfi félagsins vegna kyrrsetningar allra Boeing 737 Max 8- og 9-flugvéla. Boeing tilkynnti í vikunni um kyrrsetningu allra véla þessara tegunda í vikunni í kjölfar tveggja flugslysa 737 Max 8-véla með nokkurra mánaða millibili.

Að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, mun Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, ekki tjá sig um þessi mál fyrr en „komin verði formleg niðurstaða um það hversu lengi kyrrsetningin mun vara,“ segir Ásdís í umfjöllun um mál flugvélanna í Morgunblaðinu í dag.

Breska ríkisútvarpið hafði það eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að vélarnar yrðu kyrrsettar fram í maí hið minnsta. Icelandair gerði ráð fyrir að taka í notkun sex Boeing 737 Max-vélar í vor, þrjár Max 8 og þrjár Max 9. Því til viðbótar gerði flugfélagið ráð fyrir að taka tvær Max 8-vélar og þrjár Max 9-vélar í notkun árið 2020, og eina af hvorri gerð árið 2021. Samtals gera það 16 Max-þotur sem afhentar verða en Icelandair fékk þrjár Max 8-vélar afhentar á síðasta ári.

Haft var eftir Boga Nils í vikunni að kyrrsetning vélanna myndi hafa áhrif á Icelandair drægist hún á langinn. Nefndi hann við Viðskiptablaðið að þegar færi að nálgast páska yrði „þetta erfiðara því við gerðum ráð fyrir að taka fleiri svona vélar inn í leiðakerfið í vor,“ en í samtali við RÚV í gærmorgun sagði Bogi að til greina kæmi að leigja aðrar vélar eða hnika til í leiðakerfinu.

Boeing 737 MAX 8 þotur í eigu Icelandair.
Boeing 737 MAX 8 þotur í eigu Icelandair.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir