Dregur framboð til baka - kemur síðar

mbl.is/Eggert

Paul Richard Horner hefur dregið framboð sitt til stjórnar Arion banka til baka vegna samningsskuldbindinga sem komu upp eftir að auglýst var eftir framboðum, að því er fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla frá Arion banka hf.

Þá segir að kosið verði í stjórn bankans á aðalfundi hans 20. mars, jafnframt sé fyrirhugað að halda hluthafafund síðar á árinu þar sem stjórnarmönnum verður fjölgað um einn. „Gert er ráð fyrir að Paul Richard Horner muni bjóða sig fram til stjórnar bankans á þeim fundi.“

Samþykktir bankans segja að stjórn skuli skipuð fimm til átta einstaklingum og eru nú sex í framboði til stjórnar fyrir komandi aðalfund.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir