Stefnir í slag í Eimskipafélaginu

Aðalfundur Samherja er framundan.
Aðalfundur Samherja er framundan. mbl.is/Árni Sæberg

Breytingar verða á stjórn Eimskipafélagsins á aðalfundi félagsins sem fram fer í næstu viku, 28. mars. Ljóst er að Jóhanna á Bergi býður sig ekki fram til setu í aðalstjórn. Það gera hins vegar þau Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður, Hrund Rudolfsdóttir, varaformaður stjórnar, Guðrún Ó. Blöndal og Lárus L. Blöndal. 

Ásamt stjórnarmönnunum fjórum bjóða sig einnig fram þeir Óskar Magnússon, fyrrum forstjóri TM, Vodafone og útgefandi Morgunblaðsins og Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem lét af starfi forstjóra HB Granda í fyrra.

Vegna kynjakvóta eru Hrund og Guðrún sjálfkjörnar í stjórn félagsins. Þess vegna er ljóst að baráttan um hin stjórnarsætin þrjú mun standa milli Baldvins, Lárusar, Óskars og Vilhjálms.

Mikil uppstokkun

Mikil uppstokkun hefur orðið á stjórn Eimskipafélagsins á síðustu misserum. Þannig kom Baldvin Þorsteinsson, núverandi stjórnarformaður, nýr inn í stjórn félagsins þann 6. september síðastliðinn í kjölfar þess að boðað var til hluthafafundar í félaginu. Kom hann þá nýr inn í stjórnina í kjölfar þess að Samherji Holding ehf. keypti fjórðungshlut í félaginu um miðjan júlí af The Yucaipa Company. Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og eins af aðaleigendum Samherja.

Baldvin Þorsteinsson er stjórnarformaður Eimskipafélagsins.
Baldvin Þorsteinsson er stjórnarformaður Eimskipafélagsins.

Samherji Holding ehf. keypti 25,3% hlutinn af The Yucaipa Company á 11,1 milljarð króna. Voru viðskiptin gerð á genginu 220 kr. á hlut en í dag er gengi bréfanna 174,5 kr. á hlut eða tæplega 21% lægra en þegar viðskiptin gengu í gegn.

Óskar Magnússon er varaformaður stjórnar Samherja og þá situr hann í stjórn Samherja Holding ehf.

Óskar Magnússon býður sig fram til stjórnar í Eimskipafélaginu. Hann ...
Óskar Magnússon býður sig fram til stjórnar í Eimskipafélaginu. Hann er varaformaður stjórnar Samherja. mbl.is/Golli

Um miðjan nóvember lést Víglundur Þorsteinsson, sem setið hafði í stjórn Eimskipafélagsins frá 2013. Í kjölfar fráfalls hans tók Jóhanna á Bergi sæti hans í aðalstjórn en hún sat í varastjórn félagsins fram að því.

 Það hafa hins vegar orðið fleiri breytingar á forystu félagsins á síðustu mánuðum. Þannig tilkynnti Gylfi Sigfússon, forstjóri félagsins að hann hygðist láta af starfinu þann 18. nóvember síðastliðinn. Það var svo þann 16. janúar sem tilkynnt var að Vilhelm Már Þorsteinsson hefði tekið við starfi forstjóra félagsins.

Vilhjálmur Vilhjálmsson býður sig fram til stjórnarstarfa. Hann var áður ...
Vilhjálmur Vilhjálmsson býður sig fram til stjórnarstarfa. Hann var áður forstjóri HB Granda. mbl.is/Golli
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir