Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. 

„Það þarf bara að klára þetta núna,“ sagði Jón Karl. Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefur ekki rætt við fjölmiðla í dag en hann reyn­ir til þraut­ar að bjarga flug­fé­lag­inu frá gjaldþroti í kjöl­far þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelanda­ir Group í gær­dag.  

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá WOW air sem send var út í gær­kvöldi vinn­ur fé­lagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuld­um fé­lags­ins verði að stór­um hluta umbreytt í hluta­fé og að sömu aðilar tryggi fé­lag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bær­um rekstri til framtíðar“ eins og það er orðað í til­kynn­ing­unni. Tvær flugvélar WOW air voru kyrrsettar í dag. 

„Svolítið galin“ tilhugsun

Jón Karl segir að samningaviðræður við flugvélaleigufyrirtæki, flugvelli og eldsneytisbirgja séu ekki einfaldar, en hann hefur reynslu af samningaviðræðum við flugvélaleigusala.

„Sú tilhugsun að þeir séu tilbúnir að breyta einhverju hlutafé er svolítið galin því að það er fordæmi sem þeir forðast eins og heitan eldinn. Þeir eru með flugvélar í leigu úti um allan heim, hjá alls kyns fyrirtækjum í alls kyns ríkjum og þjóðum og það hefur aldrei verið hægt að ræða við þá að það sé hægt að breyta þessu. En á meðan von er þá vonum við að þetta klárist því hitt er ansi leiðinleg mynd sem dregst upp ef þetta lokar,“ sagði Jón Karl.

Hann segir jafnframt að mikilvægt sé að framhald WOW air skýrist sem fyrst. „Annaðhvort verður það að gerast eða að menn vinni í því að stoppa þetta, það er ekkert flókið, það er ekki hægt að halda svona áfram endalaust.“

Jón Karl sagðist hins vegar taka ofan fyrir Skúla. „Hann heldur alltaf áfram og það virðist alltaf vera ljós við endann á göngunum og það er virðingarvert.“

Viðtal Loga og Huldu við Jón Karl má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir