Katrín sækir einnig um stöðu seðlabankastjóra

Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, er á ...
Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, er á meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. mbl.is/Eggert

Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, er einnig á meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, sem sendi fyrr í dag frá sér lista yfir fimmtán umsækjendur um starf seðlabankastjóra. 

Þar segir að tölvupóstvarnir Stjórnarráðsins hafi komið í veg fyrir að umsókn Katrínar, sem send var fyrir lok tímafrests, bærist forsætisráðuneytinu.

Athygli vakti að 14 karlar og ein kona voru meðal umsækjenda. Hið rétta er hins vegar að karlarnir eru 14 en konurnar tvær. 

Umsækjendur 16 eru þessir: 

Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra 
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands
Benedikt Jóhannesson, fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra
Gunnar Haraldsson hagfræðingur
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur
Gylfi Magnússon dósent
Hannes Jóhannsson hagfræðingur
Jón Daníelsson prófessor
Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins
Katrín Ólafsdóttir lektor
Salvör Sigríður Jónsdóttir nemi
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri 
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar í Seðlabanka Íslands
Vilhjálmur Bjarnason lektor
Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra

Hæfn­is­nefnd verður skipuð til að fara yfir um­sókn­irn­ar og meta hæfni þeirra sem sóttu um. Nýr seðlabanka­stjóra verður skipaður 20. ág­úst næst­kom­andi þegar Már Guðmundsson lætur af störfum eftir tíu ár í starfi seðlabankastjóra. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir