Átta sagt upp hjá Lyfju

Átta starfsmönnum Lyfju hefur verið sagt upp störfum.
Átta starfsmönnum Lyfju hefur verið sagt upp störfum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átta starfsmönnum Lyfju hefur verið sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að skipulagsbreytingar sem fela í sér einföldun og samþættingu á skrifstofurekstri samstæðunnar sé ástæða uppsagnanna. 

„Nýju stjórnskipulagi er ætlað að skýra og styrkja þá stoðþjónustu sem veitt er til apóteka, verslana og heildsölu,“ segir í tilkynningu. 

Á næstunni verður hins vega ráðið í tvö ný stöðugildi sem verða til vegna breytinganna. 

„Það er alltaf erfitt að taka ákvörðun og innleiða breytingar sem þessar en til lengri tíma litið þá mun það efla félögin. Við munum á næstunni kveðja gott fólk sem hefur staðið sig mjög vel í störfum fyrir samstæðuna og á sama tíma tökum við líka á móti góðu fólki sem mun styrkja stoðir okkar til uppbyggingar á samstæðunni til framtíðar,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Lyfju, í tilkynningu. 

Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja 34 apótek um allt land, rúmlega 300 manns starfa hjá fyrirtækinu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir