Nýr framkvæmdastjóri hjá Marel

mbl.is/Hjörtur

Roger Claessens hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kjúklingaiðnaðar Marel frá 1. september. Roger mun taka sæti í framkvæmdastjórn Marel og heyra beint undir Árna Odd Þórðarson forstjóra.

Anton de Weerd, sem er framkvæmdastjóri kjúklingaiðnaðar Marel, sinnir því starfi til 1. september en mun í framhaldinu taka við nýju hlutverki hjá Marel.

Roger Claessens hefur starfað hjá Marel undanfarin 18 ár. Undanfarin fimm ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns nýsköpunar í kjúklingaiðnaði þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki við þróun hátæknilausna og búnaðar.

Roger er 43 ára gamall og er verkfræðingur að mennt, en hann er með MSc.-gráðu í landbúnaðarverkfræði frá háskólanum í Wageningen í Hollandi. Hann býr í Hollandi ásamt konu sinni og tveimur börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK