Samþykkja bæði Euronext og Nasdaq

Kauphöllin í Ósló.
Kauphöllin í Ósló. Wikipedia/Varuga

Ríkisstjórn Noregs hefur samþykkt bæði Euronext og Nasdaq sem mögulega kaupendur að kauphöllinni í Ósló en allt bendir til þess að Euronext hafi betur í baráttunni um kauphöllina.

Euronext, sem á og rekur kauphallirnar í París, Amsterdam, Brussel, Dublin og Lissabon, hefur tryggt sér stuðning 53,4% hluthafa. Ef af kaupunum verður mun Euronext taka við rekstrinum í lok júní.

Nasdaq, sem á og rekur aðrar kauphallir á Norðurlöndunum sem og kauphallirnar í Eystrasaltsríkjunum, nýtur aftur á móti stuðnings kauphallarinnar í Ósló sem og framkvæmdastjórnarinnar. Jafnframt hafa 35% hluthafa lýst yfir stuðningi við tilboð Nasdaq, þar á meðal tveir stærstu hluthafarnir, norski bankinn DNB og lífeyrissjóðurinn KLP. 

Bæði Euronext og Nasdaq eru að bjóða um 700 milljónir evra í kauphöllina en kauphöllin í Ósló er ein af fáum sjálfstætt starfandi kauphöllum í Evrópu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir