Nýr veitingastaður opnaður fyrir jól

Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa við Klapparstíg.
Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa við Klapparstíg. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Ef þetta tekst erum við að vonast til að ná traffíkinni um jólin,“ segir Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs.

Vísar hann í máli sínu til nýbyggingarinnar við Klapparstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Að hans sögn hafa viðræður við nokkra aðila runnið út í sandinn. Vonir standa þó til að gengið verði frá samningum við nýjan rekstraraðila á næstunni, en aðspurður segist Pálmar ekki vilja gefa upp um hvern ræðir.

„Þessir aðilar sem áður voru í viðræðum eru dottnir út. Við erum núna í viðræðum við aðila sem lítið er hægt að segja um áður en eitthvað verður úr því,“ segir Pálmar og bætir við að lögð sé áhersla á að fá inn vana rekstraraðila. Þar skipti ekki öllu hvort viðkomandi hafi áður staðið í veitingarekstri. „Hann er ekki með veitingastaði í rekstri en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins. Við höfum viljað fá inn rekstrarmenn sem ætla sér að vera á gólfinu,“ segir Pálmar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK