Samanbrjótanlegur Samsung

AFP

Samsung mun setja á markað nýja gerð snjallsíma á morgun en um er að ræða fyrsta samanbrjótanlega snjallsímann, Galaxy Fold, frá fyrirtækinu.

Hægt verður að kaupa símann í Suður-Kóreu á morgun og í kjölfarið fylgja lönd eins og Bandaríkin, Bretland og Singapúr. Síminn fór fyrst á markað í apríl en var fljótt tekinn af markaði vegna kvartana um að skjáir væru að brotna. Síminn kostar um tvö þúsund bandaríkjadali, sem svarar til 254 þúsund króna.

Galaxy Fold hefur verið í um átta ár í þróun og að sögn forsvarsmanna suðurkóreska tæknirisans hefur gallinn í gleri símans verið lagfærður.

Allt um nýja símann

Nýr Samsung-sími.
Nýr Samsung-sími. Samsung
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK