Samdráttur í afþreyingarferðum

Ferðamenn á góðri stundu við höfnina. Kortavelta erlendra ferðamanna í …
Ferðamenn á góðri stundu við höfnina. Kortavelta erlendra ferðamanna í ágúst nam 30,6 milljörðum króna og lækkaði um 2,4% á milli ára. mbl.is/Hari

Kortavelta erlendra ferðamanna (án flugsamgangna) í ágúst nam 30,6 milljörðum króna og minnkaði um 2,4% á milli ára. 13,1% samdráttur mældist í afþreyingarferðum, að því er fram kemur í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Velta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem inniheldur afþreyingafyrirtæki, ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur dróst í ágúst saman um 600 milljónir króna frá sama mánuði í fyrra. 

Kortavelta í hótelgistingu, stærsta einstaka flokknum, jókst um 1,8% á milli ára í mánuðinum og kemur það í kjölfar 1,2% veltuvaxtar í júlí frá sama mánuði 2018. Veltuaukning í flokknum þrátt fyrir fækkun ferðamanna skýrist líklega af samspili lengri dvalartíma og gengislækkunar krónunnar, en gisting er gjarnan seld í erlendri mynt. Heildarvelta í hótelgistingu í ágúst nam rúmum 8,3 milljörðum króna.

Vöxtur í verslun

Kortavelta í verslun jókst um 3,1% á milli ára í ágúst. Mest varð aukningin í gjafa- og minjagripaverslun, 15,9% en aðrir flokkar breyttust minna á milli ára. Kortavelta í dagvöruverslun dróst lítillega saman, eða um 0,6% frá fyrra ári. Erlend kortavelta í verslun nam 4,9 milljörðum króna í ágúst.

Erlend kortavelta bílaleiga dróst saman um 7,7% frá ágúst í fyrra og nam 2,9 milljörðum í mánuðinum. Þá dróst kortavelta veitingaþjónustu saman um 2,5% á milli ára. 25,8% vöxtur varð í erlendri kortaveltu til menningar- afþreyingar og tómstundastarfsemi en sveiflur í flokknum eru algengar þar sem einstaka tónleikar eða viðburðir geta haft töluverð áhrif.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK