OZ fær 326 milljóna styrk

Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjavík.
Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, í húsakynnum fyrirtækisins í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ fékk á dögunum 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins. OZ hefur undanfarið unnið að þróun lausnar sem auðveldar til muna útsendingu beint frá íþróttaviðburðum með aðstoð frá róbotum, stýrðum af gervigreind.

Með slíkum aðferðum er hægt að fækka verulega í kostnaði við útsendingar og segir fyrirtækið að þriggja manna útsendingateymi vinni með nýju tækninni á við 15 manna teymi með eldri tækni.

Í tilkynningu frá OZ kemur fram að með því að ná framleiðslukostnaði niður sé hægt að vinna með með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gefið öllum leikjum deildarinnar góð skil. Þannig geti sem dæmi leikir í kvennafótbolta eða unglingadeildum fengið svipaða umgjörð hvað gæði upptöku varði og stórleikir í úrvaldsdeild karla eins og núna er.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,“ er haft eftir Guðjóni Má Guðjónssyni. framkvæmdastjóra OZ Sports í tilkynningunni. 

„Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar,“ segir Guðjón.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK