Oddi verður Kassagerð Reykjavíkur

Kristján Geir Gunnarsson er framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar.
Kristján Geir Gunnarsson er framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Rax / Ragnar Axelsson

Nafni fyrirtækisins Oddi Prentun og Umbúðir hefur verið breytt í Kassagerð Reykjavíkur. Í tilkynningu frá félaginu segir að það muni halda áfram sölu á fyrsta flokks umbúðum með áherslu á gæði og þjónustu við viðskiptavini sem byggist á áratuga þekkingu og reynslu á þeim vettvangi. „Breytingin er hluti af stefnumiðuðum ákvörðunum til að styrkja stöðu Kassagerðar Reykjavíkur á umbúðamarkaði og tryggja að viðskiptavinir geti áfram sótt fyrsta flokks umbúðir og þjónustu til fyrirtækisins til framtíðar,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Segir hann þessa breytingu eðlilegt framhald af sölu á prent- og öskjuframleiðslu félagsins til Prentmets sem samþykkt var af Samkeppniseftirlitinu með ákvörðun þann 28. október.

Húsnæði Prentmets.
Húsnæði Prentmets. Haraldur Jónasson/Hari

Straumlínulagað fyrirtæki

Samkvæmt tilkynningu frá Kassagerðinni verður með breytingunum til straumlínulagað fyrirtæki sem standi við allar skuldbindingar sínar og byggir á sterku sambandi við viðskiptavini og birgja, stöðugu umbótastarfi og virðingu fyrir umhverfinu.

Elsta umbúðafyrirtækið

Kassagerð Reykjavíkur er elsta umbúðafyrirtæki á Íslandi, stofnað árið 1932. Félagið var ásamt Gutenberg sameinað undir nafni Odda árið 2008. „Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur starfsmanna með mikla og langa reynslu og þekkingu á þörfum viðskiptavina. Kassagerðin leggur áherslu á umhverfisvernd og hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar sem veitt geta ráðleggingar varðandi ábyrga nálgun gagnvart umhverfinu þegar kemur að vali og nýtingu umbúða,“ segir að lokum í tilkynningunni frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK