Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku hefur aukist mikið

Alexandra Münzer framkvæmdastjóri Greenfact, hélt erindi.
Alexandra Münzer framkvæmdastjóri Greenfact, hélt erindi.

Eyrún Guðjónsdóttir sérfræðingur hjá Dóttir Consulting sagði á fræðslufundi Samorku um upprunaábyrgðir raforku, sem stundum eru kölluð græn skírteini, að eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku hefði aukist mikið, og þar með viðskipti með græn skírteini.

Sagði hún að sífellt fleiri lönd taki þátt í kerfinu um upprunaábyrgðir og hlutfall endurnýjanlegrar orkuvinnslu væri hærra í þeim löndum, sem sýnir að kerfið virkar. „Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera með grænu skírteinin til að geta sýnt fram á stuðning sinn við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og geta notað það í sitt græna bókhald,“ sagði Eyrún á fundinum. Þá sagði hún að fyrirtæki í fjölmörgum geirum kaupi græn skírteini, bæði beint frá raforkuframleiðendum og í gegnum miðlara.

Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku.

Mikill ávinningur

Á fundinum tók einnig til máls Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, en hún sagði meðal annars að fjárhagslegur ávinningur Íslands væri töluverður í þessu kerfi og líta eigi á það sem tækifæri til að hámarka verðmæti þeirra orku sem hér er framleidd. ,,Það skiptir máli fyrir heiminn allan að á Íslandi sé framleidd græn orka og því eðlilegt að við njótum ávinnings af því. Út frá markaðsvirði skírteinanna getur upphæðin sem íslenskir raforkuframleiðendur fá numið frá 0,5 - 5,5 milljörðum á ári, en árið 2018 voru tekjurnar af sölunni í kringum 800 - 850 milljónir króna," sagði Lovísa á fundinum.

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls og Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar.

Ímynd Íslands skaðast ekki

Þá minnti hún á að upprunaábyrgðir væru innifaldar í raforkuverði til íslenskra fyrirtækja á almennum markaði og þau hefðu því tækifæri á að nota hreinleika orkunnar í sínu markaðsstarfi. Hún sagði engin dæmi um að ímynd Íslands skaðaðist með þátttöku í kerfinu. ,,Upprunaábyrgðir raforku breyta engu um að raforka er framleidd á Íslandi með 100% endurnýjanlegan hætti og þær hafa ekki áhrif á skuldbindingar Íslands eða annarra þjóða í loftslagsmálum, hvorki til hins betra eða verra. Þær eru einungis valfrjáls, fjárhagslegur hvati til uppbyggingar grænnar orkuframleiðslu í Evrópu," sagði Lovísa ennfremur.

Fjölmenni sótti fundinn um dafnandi græna orku.
Fjölmenni sótti fundinn um dafnandi græna orku.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK