Stofna „flæðandi“ auglýsinga- og almannatengslastofu

Tinna Pétursdóttir og Guðrún Ansnes
Tinna Pétursdóttir og Guðrún Ansnes Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir.

Þær Tinna Pétursdóttir og Guðrún Ansnes eru konurnar á bak við nýja auglýsinga- og almannatengslastofu sem ber heitið Ampere. Að sögn Guðrúnar byggist hugmyndafræði Ampere á því að stofan sé flæðandi.

„Við stækkum okkur og minnkum í takt við hvert hvert og eitt verkefni. Ekkert verkefni er of stórt og ekkert er of lítið,“ segir Guðrún sem vann áður sem viðskipta- og almannatengill hjá H:N Markaðssamskiptum, en Tinna vann þar sem hönnunarstjóri og er að auki formaður Grapíku, félags kvenna í grafískri hönnun.

Tinna segir ákveðna þróun vera að eiga sér stað í geiranum sem felst í því að fagfólk kjósi í auknum mæli að hverfa frá fastri viðveru á hefðbundnum auglýsingastofum og vilji stýra verkefnum sínum sjálft. „Með þessu gefst okkur spennandi tækifæri til þess að fá nákvæmlega rétta fólkið í hvert verkefni fyrir sig. Fólk úr öllum áttum með ólíka styrkleika,“ segir Guðrún og nefnir að nú sé ef til vill runninn upp tími smærri eininga og minni yfirbygginga.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK