Icelandair hækkar um 10%

Bréf Icelandair hafa hækkað mikið í dag.
Bréf Icelandair hafa hækkað mikið í dag.

Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rétt tæplega 10% í um 336 milljóna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Standa bréf félagsins nú í 7,83 krónum á hlut.

Fyrr í dag var greint frá því að ríkisflugfélag Kasakstan, Air Astana, hefði lagt inn pöntun fyrir fyrir 30 Boeing 737 MAX flugvélum, en allar slíkar vélar voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Hefur kyrrsetningin meðal annars haft mikil áhrif á rekstur Icelandair.

Flest önnur hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað það sem af er degi, bréf í Eimskip þar mest, eða um 2,7% og bréf í Arion um 2,4%.

Ásamt Icelandair hafa þó bréf í Marel hækkað um 1,1%, í Símanum um 0,8% og í Skeljungi um 0,4%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK