WOW air boðar skrifstofur á Ítalíu

WOW air boðar nú skrifstofur á Ítalíu.
WOW air boðar nú skrifstofur á Ítalíu. mbl.is/Hari

Nýja WOW air, félag í eigu Michele Roosevelt Edwards, boðar nú opnun skrifstofu á Ítalíu og að félagið muni „lenda“ bæði í Róm og á Sikiley. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu félagsins.

Þar segir að félagið sé stolt af því að tilkynna um stofnun skrifstofu á Ítalíu sem muni koma að bæði farþega- og fraktflutningum á allra næstu misserum.

Í byrjun janúar boðaði Edwards að félagið myndi hefjast rekstur á komandi vikum, en ekkert hefur enn orðið af því. Sagði hún að félagið myndi tengja lönd og heimsálfur og hét hún viðskiptavinum öryggi, þægindum og sanngjörnum fargjöldum.

Hún hafði reyndar áður boðað að stutt væri í að félagið myndi hefja flugrekstur, því á blaðamanna­fundi í sept­em­ber, eft­ir að Edw­ards hafði keypt eign­ir þrota­bús WOW, sagði hún að hið nýja fé­lag myndi hefja sig til flugs í októ­ber.

Ekk­ert varð hins veg­ar af því og sagði Edw­ards, sem fram að þeim tíma hafði gengið und­ir nafn­inu Michele Ball­ar­in, við vef­inn Flig­ht­global að áætl­un um að hefja flug­ferðir hefði verið frestað fram í des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK