Hækka laun og bjóða ókeypis máltíðir

Búið er að hækka laun starfsmanna keðjunnar.
Búið er að hækka laun starfsmanna keðjunnar. AFP

Bandaríska hamborgarakeðjan Wendy's mun hækka tímakaup starfsmanna fyrirtækisins um 10% næstu fimm vikur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjóri Wendy's, Todd Penegor, sendi frá sér í dag.

Starfsmenn, vaktstjórar og aðstoðarmenn stjórnenda eiga allir rétt á launahækkuninni. Þá munu stjórnendur og svæðisstjórar fá hluta bónusa sinna í mars og apríl greiddan. Til að létta enn frekar undir með starfsmönnum hefur fyrirtækið jafnframt ákveðið að bjóða þeim fríar máltíðir auk þess sem afsláttur verður veittur af fjölskyldumáltíðum.

Gengi hlutabréfa Wendy's hefur lækkað umtalsvert það sem af er ári en það stendur nú í 13,5 bandaríkjadölum. Til samanburðar stóð það í tæplega 22,4 bandaríkjadölum í upphafi árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK