Farið út fyrir rammann með tilraunatölfræði

Tilraunatölfræði Hagstofu munu fylgja ýmsir fyrirvarar. Margt forvitnilegt leynist í …
Tilraunatölfræði Hagstofu munu fylgja ýmsir fyrirvarar. Margt forvitnilegt leynist í gögnunum og hægt er að prófa nýjar tölfræðiaðferðir til að skilja hagkerfi og samfélag betur. Myndin sýnir áleggskæli matvöruverslunar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forvitnilegt nýtt verkefni hefur göngu sína hjá Hagstofunni í dag þegar stofnunin birtir tilraunatölfræði í fyrsta skipti.

Að sögn Arndísar Vilhjálmsdóttur er ætlunin með þessu að auka þjónustu við notendur með því að fara út fyrir þann formfasta ramma sem alla jafna einkennir gagnasöfnun og -úrvinnslu stofnunarinnar, og einnig gera tilraunir með bæði nýjar gerðir gagna og nýjar greiningaraðferðir.

Arndís er sérfræðingur hjá rannsóknaþjónustu Hagstofunnar og einn af umsjónarmönnum verkefnisins: „Tilraunatölfræði gerir okkur fært að stíga út úr hinu hefðbundna birtingaformi sem við fylgjum að staðaldri, sem er í samræmi við lagalegar skyldur stofnunarinnar og alþjóðlega staðla stofnana á borð við Eurostat. Standa vonir til að tilraunatölfræðin muni hjálpa okkur að bæta þjónustuna við þá sem nýta sér tölfræði Hagstofunnar í dag, með því að gefa hugsanlega enn skýrari mynd af þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu og hagkerfinu, með sveigjanlegri og hraðari hætti en hefðbundin hagskýrslugerð býður upp á.“

Að sögn Arndísar hafa hagstofur hér og þar um heiminn spreytt sig á útgáfu tilraunatölfræði og þannig byrjaði t.d. hagstofa Ítalíu að safna saman gögnum sem hún viðaði að sér á netinu og tengdi svo við sín eigin gögn og gaf út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK