Lífeyrissjóður Vestmannaeyja braut lög

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er sagður hafa verið með eignir utan skráðs …
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er sagður hafa verið með eignir utan skráðs verðbréfamarkaðs umfram leyfilegt hámark. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn ákvæðum laga með því að hafa ekki tilkynnt fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hafi farið yfir lögbundið hámark, að því er segir í niðurstöðu stofnunarinnar.

Þar segir að fjármálaeftirlitið hafi beðið um upplýsingar um eignir Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og bárust þær eftirlitinu 30. mars. Kom þar fram að eignir lífeyrissjóðsins sem ekki eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði hefðu 23. mars 2020 farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda laga um skyldutryggingu, lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Bent er á að lög gera ráð fyrir að lífeyrissjóður skuli tilkynna fjármálaeftirlitinu án tafar um að fjárfesting lífeyrissjóðs hafi farið fram úr leyfilegum mörkum samkvæmt lögunum og skal þegar gera ráðstafanir til úrbóta. Að því loknu hefur lífeyrissjóður þrjá mánuði til þess að tryggja að eignir séu innan marka.

„Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi brotið gegn 37. gr. laga nr. 129/1997 með því að hafa ekki tilkynnt Fjármálaeftirlitinu strax og lífeyrissjóðnum varð ljóst að eignir hafi farið yfir lögbundið hámark fjárfestingarheimilda sbr. 3. mgr. 36. gr. b. laga nr. 129/1997. Lífeyrissjóðurinn greip til ráðstafana og var kominn innan heimilda 31. mars 2020.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK