Sameinast Nasdaq í Eystrasaltsríkjunum

mbl.is/Eggert

Nasdaq verðbréfamiðstöð á Íslandi sameinast í dag formlega Nasdaq CSD SE en sameinað félag verður með starfsemi í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og á Íslandi. Áætlað er að tæknilegum hluta sameiningarinnar, innleiðingu á nýju verðbréfamiðstöðvarkerfi, muni ljúka 15. júní.

„Sameining okkar við Nasdaq CSD og innleiðing á alþjóðlegu verðbréfauppgjörskerfi, marka afar mikilvæg tímamót fyrir viðskiptavini okkar hér á landi,“ segir Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq CSD á Íslandi, í fréttatilkynningu. „Þetta er bæði stærsta innviðabreyting sem og tæknilegu framfarir sem hafa átt sér stað á íslenska verðbréfamarkaðnum í 20 ár og mun gera okkur kleift að taka þátt í nýsköpun og þróun í þessari grein sem mun skila sér til viðskiptavina okkar.“

Nasdaq CSD varð árið 2017 fyrsta verðbréfamiðstöðin í Evrópu til að öðlast starfsleyfi á grundvelli nýrrar evrópskrar reglugerðar um verðbréfamiðstöðvaren hún fékk nýlega leyfi til að starfa hér á landi í samræmi við hana. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK