Bjóða upp á „Costco vörur“ á „Costco verði“

Sigurður Karlsson, forstjóri Basko.
Sigurður Karlsson, forstjóri Basko. Ljósmynd/Aðsend

Tvær nýjar matvöruverslanir undir vörumerkinu Extra hafa verið opnaðar í Keflavík og á Akureyri og koma þær í stað Iceland verslana sem voru þar fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Verslanir Extra eru í eigu Basko ehf. sem á og rekur verslanir 10-11 og Kvikk.

Til stendur að opna fleiri Extra verslanir á næstu misserum og er stefnan sett á að opna þriðju verslunina í ágúst á þessu ári. Sú verður staðsett á Barónstíg 4 í því plássi sem verslun 10-11 var áður.

Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, segir það koma sér vel fyrir viðskiptavini að tuttugu vinsælar „Costco vörur“ munu fást í Extra verslununum á „Costco verði“.

„Má þar til dæmis nefna eldhúspappír, klósettrúllur, þvottaefni, gosdrykki og ávaxtasafa.“ 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK