Þriðjungur starfa í örum vexti voru í ferðaþjónustu

Fram að kórónuveirufaraldrinum var ferðaþjónustan mikill vaxtasproti hér á landi.
Fram að kórónuveirufaraldrinum var ferðaþjónustan mikill vaxtasproti hér á landi. mbl.is/Eggert

Á árunum 2015-2018 töldust 752 fyrirtæki vera í örum vexti mælt í fjölgun launþega. Á árinu 2018 voru þessi fyrirtæki með yfir 30 þúsund starfsmenn og 938 milljarða í rekstrartekjur. Af þeim voru um 10.700 starfmenn hjá fyrirtækjum sem starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Til samanburðar voru fyrirtæki í örum vexti innan heild- og smásöluverslunar með 5.100 starfsmenn og í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð með 3.900 starfsmenn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Hjá fyrirtækjum í örum vexti voru fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustu einnig með mestar rekstrartekjur árið 2018 eða rúmlega 299 milljarða. Árlegur meðalvöxtur þeirra í rekstrartekjum yfir vaxtartímabilið 2014-2017 var 18% en lækkaði í 16% yfir vaxtartímabilið 2015-2018. Hæstur árlegur meðalvöxtur í rekstrartekjum yfir vaxtartímabilið 2015-2018 var í byggingariðnaði eða tæp 33%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK