Íslandsbanki tapar 131 milljón

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Hallur Már

Tap af rekstri Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón króna samanborið við 4,7 milljarða hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli.

Hagnaður af rekstri bankans eftir skatta nam 1,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi árið 2020 samanborið við 2,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra.

Tapið skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 ma. kr. sem orsakast af áhrifum af COVID-19-faraldrinum.

Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því m.a. sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku. Ef vel gengur mun ferðum starfsfólks til og frá vinnu fækka og kolefnaspor bankans þar með dragast saman,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri.

„Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr,“ segir Birna enn fremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK