Sala hráolíu tekur við sér

Amin Nasser forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco. Sá …
Amin Nasser forstjóri Aramco og Yasir al-Rumayyan stjórnarformaður Aramco. Sá fyrrnefndi segir sölu hráolíu vera að taka við sér. AFP

Forstjóri sádíska olíurisans Saudi ARAMCO, Amin Nasser, segist bjartsýnn um að heimsmarkaðsverð á hráolíu taki aftur við sér eftir að hafa tekið dýfu vegna kórónuveirufaraldursins. Sala hráolíu á dagsgrundvelli sé nú um 90 milljónir tunna á dag, aðeins 10 milljónum minna en fyrir upphaf faraldursins. Saudi ARAMCO er í eigu sádísku konungsfjölskyldunnar.

„Lönd heimsins eru að hluta til að taka við sér og smám saman að létta á samkomutakmörkunum. Efnahagur heimsins sé nú farinn að endurræsa sig eftir COVID-19.“ Þetta sagði Nasser nýverið á fjarfundi með blaðamönnum.  

Afkoma Saudi ARAMCO á öðrum ársfjórðungi var ein sú versta í manna minnum, samkvæmt Nasser. Saudi ARAMCO er stærsta orkufyrirtæki í heimi og nam hagnaður fyrirtækisins í lok annars ársfjórðungs í fyrra 46.9 milljörðum bandaríkjadollara eða um 6.400 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á sama tíma á þessu ári var hins vegar einungis um 23.3 milljarðar bandaríkjadollara eða rúmlega 3.000 milljarðar íslenskra króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK