Þrjú störf flytjast suður

Bæjarfulltrúar hafa lýst áhyggjum af störfum á Akureyri.
Bæjarfulltrúar hafa lýst áhyggjum af störfum á Akureyri.

Þrjú störf flytjast frá Akureyri til Reykjavíkur vegna þess að magnframleiðsla kexvara hjá Kexsmiðjunni á Akureyri hefur verið lögð niður, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í sumar.

Í gær var sagt frá því í Morgunblaðinu að nær allir starfsmenn Kristjánsbakarís á Akureyri hefðu verið endurráðnir, en þeim var öllum sagt upp störfum í byrjun sumars.

Á bæjarstjórnarfundi Akureyrarbæjar í síðustu viku var umræða um atvinnumál á Akureyri þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir áhyggjum af þeim störfum sem væru að hverfa úr bænum, og nefndu bæði lokun Kexsmiðjunnar og Kristjánsbakarís.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK