Rakel ráðin framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Alvotech

Rakel Óttarsdóttir.
Rakel Óttarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur ráðið Rakel Óttarsdóttur sem framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.  Hún mun bera ábyrgð á upplýsingatæknimálum fyrirtækisins og verður hluti af framkvæmdastjórnarteymi Alvotech. Rakel kemur frá Össuri en þar starfaði hún sem yfirmaður upplýsingatæknimála.

Áður starfaði Rakel hjá Arion banka í um 14 ár, þar sem hún var meðal annars framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs.

Rakel tekur við starfinu af Guðmundi Óskarssyni framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Alvotech og Alvogen, sem nú kveður eftir árangursríkt og skilvirkt uppbyggingarstarf undanfarinna sjö ára hjá félögunum, að því er félagið greinir frá í tilkynningu. 

Rakel er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla íslands (1997) og MBA-gráðu frá Duke University (2002). Hún er gift Gísla Óttarssyni verkfræðingi og meðal áhugamála Rakelar eru ferðalög, veiði og skíði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK