40 milljarða fjármögnun tryggð

Byggingin yrði engin smásmíði eða 30 þúsund fermetrar, 150 herbergi …
Byggingin yrði engin smásmíði eða 30 þúsund fermetrar, 150 herbergi auk íbúða og annarrar þjónustu sem tengist 5 stjörnu lúxushóteli. Tölvuteikning/Yrki Arkitektar

Malasíski kaupsýslumaðurinn Tan Sri Vincent Tan hefur tryggt 40 milljarða króna fjármögnun til þess að hefjast handa við uppbyggingu 5 stjörnu lúxushótels á Miðbakkanum í Reykjavík. Tvö ár eru liðin frá því að hann keypti byggingar á svæðinu í því skyni að byggja upp hótelstarfsemi á reitnum. Dr. Tryggvi Þór Herbertsson, sem heldur utan um verkefnið, segir kórónuveirufaraldurinn ekki hafa breytt fyrirætlunum Vincents Tan og að ef heimild fáist til framkvæmda sé hægt að hefjast handa nú þegar og hótelið gæti tekið til starfa á fyrri hluta árs 2023.

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd …
Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Vincent Tan. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bendir Tryggvi á að enn þurfi að hnýta lausa enda og að athugasemdum og tillögum að breytingum á byggingunni verði vel tekið. Mikilvægt sé að vandað sé til jafn stórrar framkvæmdar og þessarar sem hafa muni mikil áhrif á lífið í miðborginni. Hann bendir þó á að yfirvöld hafi einnig mikla hagsmuni af uppbyggingunni og að fasteignagjöld af 30 þúsund fermetra byggingu eins og þessari muni nema um 600 milljónum króna á ári.

„Þetta eru miklir fjármunir og borgarsjóður er í þörf fyrir aukið fjármagn. Auk þess gerum við ráð fyrir að á framkvæmdatímanum verði á bilinu 500-600 manns starfandi við uppbygginguna. Störfin sem skapast til lengri tíma eru auk þess ekki eitthvað sem er tekið frá öðrum. Þetta er hrein viðbót við það sem fyrir er enda algjörlega nýr markhópur sem þessu hóteli er beint að.“ Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður hótelið 150 herbergja auk hótelíbúða sem verða í eigu einstaklinga en þjónustaðar af Four Seasons-keðjunni. Vincent Tan hefur mikla reynslu af verkefnum af þessu tagi og var kominn á veg með að hefja uppbyggingu af þessu tagi í Dublin þegar honum snerist hugur og beindi sjónum sínum þess í stað til Reykjavíkur.

Það er arkitektastofan Yrki Arkitektar sem unnið hefur tillögur að hótelbyggingunni fyrir Vincent Tan.

Ítarlega er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK