Guitar Center í greiðslustöðvun

Guitar Center-verslun.
Guitar Center-verslun.

Guitar Center, stærsti söluaðili hljóðfæra og fylgihluta í Bandaríkjunum, hefur óskað greiðslustöðvun. Er kórónuveirufaraldrinum þar um að kenna en sala hljóðfæra hefur nær eingöngu farið fram á netinu undanfarna mánuði. 

Fyrirtækið á nú í viðræðum við lánadrottna sína, en alls nemur skuld fyrirtækisins um 375 milljónum dala. Þá hyggjast stjórnendur fyrirtækisins sækja rétt um 335 milljóna dala fjármögnun með útgáfu skuldabréfa. 

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að fyrirtækið hefði náð samkomulagi við viðkomandi hagaðila um 800 milljón dala skuldaniðurfellingu. Auk þess tryggði fyrirtækið sér allt 165 milljónir dala í nýtt eigið fé. 

Guitar Center er með um 300 verslanir í Bandaríkjunum, en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að þær verði áfram opnar. Þá muni aðgerðirnar ekki hafa nein áhrif á þjónstuna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK