Forstjórinn selur fyrir 85 milljónir í TM

Sigurður Viðarson forstjóri TM.
Sigurður Viðarson forstjóri TM. mbl.is/​Hari

Félagið Spelkan ehf. hefur selt 1.800.000 hluti í TM, en félagið er 100% í eigu Sigurðar Viðarssonar, forstjóra félagsins. Salan fór fram á genginu 47,3 krónur á hlut, en heildarupphæð viðskiptanna nemur rúmlega 85 milljónum króna.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta fruminnherja með bréf félagsins kemur fram að fjöldi hluta séu í eigu fjárhagslega tengdra aðila Sigurðar eftir viðskiptin sé 2,07 milljónir, en Sigurður á ekki neina hluti í TM beint.

Í síðustu viku var greint frá því að stjórnir Kviku, TM og Lykils fjármögnunar hefðu sameinast, en þá kom fram að Marinó Örn Tryggva­son yrði for­stjóri Kviku, sem er móðurfélagið, en Sig­urður yrði for­stjóri TM trygg­inga, dótturfélagsins sem hefur með tryggingastarfsemi félagsins að gera. 

Samkvæmt ársreikningi Spelkunnar frá síðasta ári átti félagið í árslok 3.872.403 hluti að nafnverði í TM.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK