Eiga von á um 22 þúsund manns í dag

Von er á fjölda fólks í dag.
Von er á fjölda fólks í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Þetta er einn stærsti dagur ársins hvað traffíkina varðar þótt aðdragandi jóla sé almennt stærstur. Það koma í kringum 20 til 30 þúsund manns á þessum degi,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. 

Að hans sögn er 27. desember alltaf mjög stór verslunardagur. Þann dag nýti viðskiptavinir einna helst í að skipta vörum. „Fólk kemur yfirleitt á þessum degi en það er svo sem ekkert sem kallar sérstaklega á að hann sé nýttur. Það eru samt sem áður margir sem vilja fara strax af stað.“

Skilarétturinn mjög rúmur

Aðspurður segir hann að umferðin kunni að vera aðeins minni en síðustu ár sökum ástandsins. Hann geri þó ráð fyrir um 22 þúsund manns. „Mig minnir að þetta hafi verið í kringum 27 þúsund í fyrra og við erum almennt um 15% niður þannig að þetta verður í kringum 22 þúsund ef ég á að giska.“

Sigurjón segir að skilaréttur í flestum verslunum sé mjög rúmur. Fólk þurfi því ekki að flýta sér í verslanir. Þá verði Kringlan opin fram að áramótum. „Við verðum með opið til áramóta og svo hefjast útsölur á öðrum degi nýs árs. Skilarétturinn er almennt rúmur og nær fram yfir útsölurnar í janúar.“

Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er til hægri á myndinni.
Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er til hægri á myndinni. Kristinn Magnússon
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK