Hafa áhuga á að kaupa Domino's

Þórarinn Ævarsson.
Þórarinn Ævarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er á meðal þeirra sem falast eftir því að kaupa rekstur Domino´s á Íslandi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í samfloti með Þórarni, samkvæmt heimildum Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins, eru viðskiptafélagar hans í Spaðanum þeir Jón Pálmason, annar eigenda IKEA hér á landi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi félagsins Skakkaturns, umboðsaðila Apple á Íslandi. Þá hefur Alfa, sem rekur sjö milljarða framtakssjóð, einnig skilað inn tilboði í pizzakeðjuna en beðið er eftir samþykki forsvarsmanna Domino´s í Bandaríkjunum áður en gengið verður til einkaviðræðna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK