Skeljungur selur fyrir 206 milljónir í Icelandair

Skeljungur hefur með viðskiptunum losað sig við öll bréf sín …
Skeljungur hefur með viðskiptunum losað sig við öll bréf sín í Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skeljungur hefur selt 126 milljón hluti í Icelandair sem olíufélagið átti. Fór salan fram á genginu 1,635 krónur á hlut og nam söluverðið því rúmlega 206 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en tilkynna þarf um söluna þar sem Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmaður í Skeljungi er jafnfram framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair og þannig fruminnherji.

Tekið er fram í tilkynningunni að Birna Ósk hafi ekki vitað af eða haft afskipti af ákvörðun um söluna.

Skeljungur seldi með þessu alla hluti sína í félaginu. Félag Birnu Óskar, Brekkumýri ehf., á eftir sem áður 12 milljón hluti í Icelandair og er auk þess með kauprétti að 3 milljónum hluta. Skeljungur á jafnframt kauprétt að 31,5 milljónum hluta í Icelandair.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK