Öllum verslunum lokað og 12 þúsund missa vinnuna

AFP

Öllum verslunum Debenhams verður lokað og 12 þúsund missa vinnuna samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. 

Breska tískukeðjan Boohoo hefur keypt eignir úr þrotabúi breska vöruhússins Debenhams. Debenhams varð gjaldþrota í síðasta mánuði. Með kaupunum fær Boohoo, sem er netverslun, heimild til að nota vörumerki Debenhams auk þess að kaupa upplýsingar í tölvukerfi vöruhússins um viðskiptavini. Samningurinn hljóðar upp á 55 milljónir punda. 

AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK