Enn eitt glerþakið rofið

Roz Brewer er nýr forstjóri Walgreens Boots Alliance (WBA).
Roz Brewer er nýr forstjóri Walgreens Boots Alliance (WBA). AFP

Bandaríski lyfjarisinn Walgreens Boots Alliance (WBA) tilkynnti um nýjan forstjóra fyrirtækisins í gær. Roz Brewer er nýr forstjóri en hún kemur frá Starbucks þar sem hún var framkvæmdastjóri. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla verður Brewer eina svarta konan sem stýrir fyrirtæki á Fortune 500-listanum. 

Fráfarandi forstjóri WBA, Stefano Pessina, verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í tilkynningu frá stjórn WBA kemur fram að Brewer er með góða reynslu af stjórnunarstörfum og sérfræðingur í rekstri fjölþjóðlegs fyrirtækis. 

Samkvæmt Wall Street Journal eru aðeins fjórir svartir karlar meðal forstjóra 500 stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna. 

Brewer starfaði hjá Sam's Club frá 2012 til 2017 en það ár kom hún til starfa hjá Starbucks.

„Hún komst í sögubækur með því að vera fyrsta konan og um leið fyrsta svarta konan sem stýrði sviði hjá Walmart. Hún er núna númer 27 á lista yfir valdamestu konur í viðskiptalífinu á lista Fortune,“ segir enn fremur í tilkynningu frá WBA. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK