Íslensk verslun blómstrar

Mest var verslað í síðasta ársfjórðungi enda þá flestir að …
Mest var verslað í síðasta ársfjórðungi enda þá flestir að huga að jólum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk verslun blómstrar og mælist í heildina 11% vöxtur á milli ára en inni í þeim tölum er innlend og erlend kortavelta. Samanlögð verslun vex um 50 milljarða á milli ára, þrátt fyrir 60% samdrátt í verslun erlendra ferðamanna.

Þetta kemur fram í töl­um Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar um þróun verslunar árið 2020.

Neysluhegðun Íslendinga breytist lítið á milli ára sem í heildina eyða mestu í stórmörkuðum og dagvöruverslunum.

Aukning mælist í flestum vöruflokkum innlendrar verslunar á milli ára, fyrir utan samdrátt í tollfrjálsri verslun sem og bóka, blaða og hljómplötuverslun.

Vefverslun mælist 7% af innlendri verslun og vex um 152% á milli ára.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK