Viðskipti með bréf í Arctic Fish hefjast í Ósló

Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða.
Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. mbl.is/Helgi Bjarnason

Viðskipti með bréf Arctic Fish á Euronext-markaðnum í Ósló hefjast í dag í kjölfar hlutafjáraukningar og frumútboðs upp á 9 milljarða króna sem lauk 15. febrúar. Auðkenni fyrirtækisins verður AFISH.

Stærstur hluti frumútboðsins eða 5,3 milljarðar króna fer í að fjármagna frekari vöxt félagsins og vaxtartækifæri innan virðiskeðju fyrirtækisins, segir í tilkynningu. 

Arctic Fish áætlar að vaxa úr núverandi 7.400 tonna árlegri sölu upp í 24.000 tonna árlega sölu árið 2025. Reksturinn batnar stöðugt og búast má við aukinni stærðarhagkvæmni samhliða vaxandi framleiðslu.

„Við erum mjög ánægð með þann árangur sem hefur náðst, framleiðslukostnaður í sjóeldinu er nú þegar orðinn samkeppnishæfur við norska framleiðendur og við höfum sett markið á að bæta framleiðsluna enn frekar.  Markmiðið er að skapa eftirtektarverðan, sjálfbæran og arðbæran rekstur hér á Vestfjörðum,“ segir framkvæmdastjóri félagsins, Stein Ove Tveiten, í tilkynningunni.

Íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar auk starfsmanna félagsins tóku þátt í hlutafjárútboðinu og hefur íslenskt eignarhald nú aukist úr 2,5% upp í rúm 10% af heildarhlutafé félagsins. Norway Royal Salmon, aðaleigandi félagsins, jók hlutafjáreign sína um 3 milljarða króna og mun eftir aukninguna eiga 51,3% hlut í félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK