Ánægja hjá stjórnendum með efnahagsaðgerðir

Bjartsýni Stjórnendur fyrirtækja eru mun bjartsýnni á næstu sex mánuði.
Bjartsýni Stjórnendur fyrirtækja eru mun bjartsýnni á næstu sex mánuði. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Um tveir þriðju hlutar stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telja að aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í mars í fyrra hafi reynst gagnlegar. Þetta kemur fram í könnun meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, en úr henni má í heild lesa að forsvarsmenn fyrirtækja telja að aðgerðirnar hafi verið sértækar, nytsamlegar og vel heppnaðar.

Tæplega helmingur forsvarsmanna allra fyrirtækja telur að aðgerðirnar hafi í heildina komið að miklu eða einhverju gagni. Sú jákvæðni endurspeglast í fleiri svörum könnunarinnar og er í takt við svör í fyrri samsvarandi könnun í ágúst 2020, þrátt fyrir að faraldurinn hafi reynst mun langvinnari en vonast var til.

„Það er afar ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu,“ segir Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Þessi breiða samstaða um að aðgerðirnar hafi skilað árangri skiptir máli. Ekki þó síður hitt að það hafi verið samstaða um það í gegnum þetta langa tímabil, vegna þess að við höfum þurft að vera sveigjanleg og koma með nýja aðgerðapakka, eftir því sem staðan skýrðist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK