Röskun á þjónustu Arion um komandi helgi

Röskun verður á þjónustu Arion banka um helgina vegna innleiðingar …
Röskun verður á þjónustu Arion banka um helgina vegna innleiðingar á nýju kerfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Röskun verður á þjónustu Arion banka um komandi helgi, en nýtt greiðslu- og innlánakerfi verður þá innleitt í samstarfi við Reiknistofu bankanna.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að búast megi við skertri virkni í Arion appinu, netbankanum og hraðbönkum alla helgina. Um hádegisbil á sunnudaginn, í samtals 2-4 klukkustundir má svo gera ráð fyrir að þessar þjónustuleiðir verði alveg lokaðar og gæti það jafnframt haft áhrif á virkni debet- og kreditkorta.

Segir bankinn að hefðbundin þjónusta verði komin á aftur á mánudaginn.

Áhrif á þjónustu bankans um helgina eru eftirfarandi:

Debet- og kreditkort

 • ​Hægt verður að nota greiðslukort um helgina nema hvað skammvinn truflun getur orðið á notkun debetkorta sunnudaginn 18. apríl.
 • ​Ekki verður hægt að greiða inn á kreditkort.
 • ​Innborgun á debetkort kemur ekki til hækkunar á ráðstöfunarupphæð fyrr en á sunnudagskvöld.

Arion appið, netbanki og hraðbankar

 • Verða óvirk í 2-4 klst. sunnudaginn 18. apríl
 • Staða reikninga og korta mun ekki uppfærast með réttum hætti fyrr en á sunnudagskvöld.
 • Ekki verður hægt að stofna reikninga.
 • Ekki verður hægt að stofna yfirdráttarheimild, breyta henni eða fella hana niður.

Millifærslur og greiðslur

 • Hægt verður að millifæra milli reikninga í netbanka og Arion appinu og úr netbönkum annarra banka og sparisjóða.
 • Upplýsingar um millifærslur og greiðslur til og frá Arion banka, sem framkvæmdar eru frá miðnætti aðfaranótt laugardags til sunnudagskvölds, verða ekki sýnilegar að fullu í kerfum Arion banka en verða sýnilegar í öðrum bönkum.
 • Upphæðir, sem millifærðar eru á reikninga í Arion banka yfir helgina, verður ekki hægt að millifæra áfram yfir á aðra reikninga fyrr en á sunnudagskvöld. Hins vegar er hægt að nýta þær með því að greiða með debetkortum og taka þær út í hraðbanka.
 • Upplýsingar um ógreidda reikninga uppfærast ekki, þ.e. ef reikningur er greiddur birtast þær upplýsingar ekki fyrr en á mánudag.​

Nýja kerfið er frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra og leysir eldra kerfi af hólmi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK