Sylvía nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Ljósmynd/aðsend

Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum. Sylvía tók í upphafi þessa árs við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo.

Áður en hún tók við því gegndi hún starfi forstöðumanns leiðakerfis Icelandair. 

Í janúar síðastliðnum vék Sylvía úr stjórn Símans eftir að hafa tekið við fyrrnefndu starfi hjá Origo. Sylvía situr í stjórn Ölgerðarinnar.

Áður hefur Sylvía starfað fyrir Landsvirkjun og Amazon í Bandaríkjunum.

Hún er með meistarapróf frá London School of Economis og BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK