Framkvæmdastjóri selur í Origo

Origo er skráð á aðallista Kauphallarinnar.
Origo er skráð á aðallista Kauphallarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á föstudaginn seldi Ingimar Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskiptalausna hjá Origo, tæplega fjórðungshlut bréfa sinna í fyrirtækinu. Tilkynning vegna viðskipta fruminnherja var send til Kauphallarinnar í dag vegna málsins.

Samtals seldi Ingimar 100 þúsund bréf á genginu 45,1 króna, eða fyrir samtals 4,5 milljónir. Á hann eftir viðskiptin 299.609 hluti í Origo.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK