Fjórðungur úr fossi til sölu

Í framtíðinni á að stækka bílastæði og byggja þjónustumiðstöð við …
Í framtíðinni á að stækka bílastæði og byggja þjónustumiðstöð við fossinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Óli Kristinn Ottósson og eiginkona hans, Auður Jóna Sigurðardóttir, bændur á Eystra-Seljalandi, reyna nú að selja samanlagðan 26,7% hlut sinn í Seljalandsfossi ehf., landeigendafélaginu sem á Seljalandsfoss í Rangárþingi eystra á Suðurlandi. Hjónin eiga hvort um sig 13,35% hlut.

Eignin er auglýst til sölu á fasteignasölunni Eignatorgi og ásett verð er 180 milljónir króna. Seljalandsfoss ehf. fer með rekstur bílastæðis við Seljalandsfoss. Þar geta einkabílar lagt fyrir um 700 krónur og 40 manna rútur og stærri fyrir 3.000 krónur.

Eins og fram kemur á vef Eignatorgs er talið að nærri ein til ein og hálf milljón ferðamanna hafi komið að Seljalandsfossi á árinu 2019.

Björgvin Guðjónsson fasteignasali hjá Eignatorgi segir í samtali við ViðskiptaMoggann að töluvert af fyrirspurnum hafi borist um félagið. Hann kveðst reikna með auknum áhuga er lifnar yfir ferðaþjónustunni.

Árið 2019 varð 68 milljóna króna hagnaður af rekstri Seljalandsfoss ehf. Tekjur voru 143 milljónir.

Uppbygging heldur áfram

Óli segir í samtali við ViðskiptaMoggann að landeigendur hafi staðið fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu og hún muni halda áfram. Bílastæðið þurfi að stækka og reist verði þjónustumiðstöð.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK