Víninnflytjendur fylgjast með Sante

Þeir sem kaupa vín í netversluninni Sante.is kaupa í raun …
Þeir sem kaupa vín í netversluninni Sante.is kaupa í raun vöruna af franskri netverslun sem heldur úti vörulager hér á landi. AFP

Víninnflytjendur sem Morgunblaðið ræddi við um sölu á víni í gegnum netið, beint til viðskiptavina, í gegnum erlenda netverslun, líkt og Sante.is er byrjuð að gera, segja að framtakið sé spennandi og þeir fylgist vel með framvindunni.

Þeir sem kaupa vín í netversluninni Sante.is kaupa í raun vöruna af franskri netverslun sem heldur úti vörulager hér á landi. Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri franska fyrirtækisins Santewines SAS, sem rekur vefverslunina, segir að framtakið sé allt í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi, þó svo að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkaleyfi á smásölu áfengis hér á landi.

Fara ekki sömu leið

Jón Erling Ragnarsson, framkvæmdastjóri víninnflytjandans Mekka Wine & Spirits, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið sé ekki með neinar áætlanir um að feta sömu leið og Sante hefur nú gert. „Enda er ég nokkuð viss um að þetta sé ólöglegt,“ segir Jón Erling.

Hann segir málið þó athyglisvert. Ljóst sé að ef komi á daginn að salan sé lögleg, spretti upp vefverslanir með vín um allt land. „Það er alveg ljóst að ekki eitt einasta vínfyrirtæki muni sitja með hendur í skauti ef svo fer. Það sama myndi eiga við um matvöruverslanir sem allar myndu byrja að bjóða það sama.“

Ítarlegri umfjöllun má finna á síðu 32 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK