Rekstrarumhverfi Landsvirkjunnar batnar

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 3,6% miðað við sama ársfjórðung í fyrra og námu um 130,7 milljón bandaríkjadölum sem samsvarar 16,5 milljörðum króna. Óinnleystur hagnaður félagsins hækkaði um 9% og nam 50,1 milljón bandaríkjadala en þó lækkaði endanlegur hagnaður fyrirtækisins frá sama tíma í fyrra um rúm 6%, úr 33,1 milljón í 31 milljón bandaríkjadala eða sem nemur lækkun upp á 2,1 milljón sem eru tæpar 260 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Segir þar að viðsnúningur í rekstarumhverfi Landsvirkjunnar stafi aðallega af hækkun raforkuverðs og einnig hefur eftirspurn eftir raforku aukist. Verð á evrópskum mörkuðum hefur síðastliðið ár hækkað nánast fjórfalt og farið úr 13 bandaríkjadölum á megawattstund í yfir 50 bandaríkjadali. Meðalraforkuverð Landsvirkjunar hefur hækkað um 20% frá því í fyrra og er nú um 27 bandaríkjadalir á megawattstund og hefur verðið ekki verið hærra.

„Eftir krefjandi tímabil vegna COVID-19 faraldursins hefur rekstrarumhverfi fyrirtækisins batnað til muna á síðustu mánuðum. Viðskiptavinir okkar í málmiðnaði hafa á síðustu mánuðum aukið raforkunotkun sína og stefna flestir á að fullnýta samninga sína síðar á þessu ári. Sala til gagnavera hefur einnig aukist á undaförnum mánuðum," er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar.

Þá segir jafnframt frá því að Landsvirkjun hafi sett meiri kraft í skuldaafborganir, en nettó skuldir lækkuðu um tæplega 68 milljón bandaríkjadali síðan um áramótin og standa nú í 1,61 milljarði bandaríkjadala eða um 202,6 milljörðum króna. Handbært fé hækkaði einnig um 13% frá sama tímabili og í fyrra.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK