Stofnandi Guitar Hero fjárfestir í íslensku fyrirtæki

Stofnendur OverTune.
Stofnendur OverTune.

Íslenska sprotafyrirtækið OverTune þróar hugbúnað sem leyfir notendum hans að skapa tónlist, án þess að hafa tónlistarþekkingu eða þekkingu á tónsmíðaforritum. Með hugbúnaðinum geta svo notendur deilt tónlist sinni á samfélagsmiðla líkt og TikTok.

Fyrirtækið var að ljúka sínum fyrsta fjármögnunarfasa þar sem íslenskir og erlendir fjárfestar komu að og fjárfestu í fyrirtækinu. Áhugavert er að benda á það að englafjárfestirinn Charles Huang tók þátt í því að fjárfesta í fyrirtækinu en hann er einn af stofnendum tölvuleiksins Guitar Hero, sem er einn vinsælasti tónlistartölvuleikur allra tíma.

„Það að fjárfestar á þessum skala veðji á það að OverTune muni umbylta tónlist er ánægjulegt og gefur fyrirtækinu byr undir báða vængi til þess að vaxa hratt og örugglega. Að fá slíka fjármögnun inn í félagið á þessum tímapunkti eru góðar fréttir fyrir íslenska sprotaumhverfið,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri OverTune. 

Fyrirtækið stefnir á annan fjármögnunarfasa og er markmiðið að safna tveimur milljónum bandaríkjadala eða um 246 milljónum króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK